top of page

TÝRA verður til

TÝRA var stofnuð með það að markmiði að leiða saman skapandi hugarfar (creative thinking) og öflugt skipulag í allri verkefnastýringu innan fjölbreyttra skipulagsstofnanna, í verkefnefnum, hugmyndum, breytingum og nýsköpun . Starfsfólk TÝRU verkefnastýringar eru m.a. með meistaragráður í verkefnastýringu, menningar- og mannauðsstýringu ásamt því að vera menntaðir listamenn úr listaháskólum.

 

TÝRA tengir saman nýjar hugmyndir við markvissa framkvæmd og leggur áherslu á að finna raunhæfar lausnir sem skila árangri. TÝRA leggur sig fram við að sjá tækifæri í áskorunum og efla lausnamiðaða hugsun og vill þannig sameina skapandi hugsun og öflugt skipulag í allri sinni nálgun. 

TÝRA getur þjónustað fjölbreyttar skipulagsstofnanir og aðila að því að verkefnastýra hefðbundnum verkefnum til flóknari verkefna líkt og verkefni sem snúa að breytingastýringu. Jafnframt tekur TÝRA að sér að aðstoða við að móta skýra sýn, vekja hugmynd til vaxtar,  þróa stefnu sem hrífur, innleiða lausnir sem bera ávöxt, efla sprotafyrirtæki, aðstoða við nýsköpun, aðstoða við stofnun lítilla fyrirtækja, halda úti vinnustofum, starfsmannadögum o.fl.. 

Við hjá TÝRU Verkefnastýringu erum stolt af því að þjónusta fjölbreytt viðskiptalíf og fjölbreyttar skipulagsstofnanir á Íslandi á þverfaglegan hátt og styðja þétt við viðskiptavini á öllum stigum vaxtar. 

Starfsfólk

490833456_10162594434668187_7622073605442106894_n_edited.jpg

Íris Hrund Þórarinsdóttir

Eigandi

Verkefnastýring, ráðgjöf markaðsstýring, UX

 

Íris Hrund (BSc, MPM, CSM) er menntaður verkefnastjóri með sérþekkingu í nýsköpun, menningarstjórnun, markaðssetningu og notendaviðmóti (UX). Hún hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum í tækni, menningu, fjölmiðlum og opinberri stjórnsýslu og leggur áherslu á skapandi og lausnamiðaða nálgun. Íris hefur einnig bakgrunn í skapandi greinum og starfar m.a. sem tónsmiður, sem styrkir tengsl hennar við skapandi hugsun og framleiðslu.

​Íris Hrund er um þessar mundir að vinna sem samfélags og samskiptastjóri  Vísindagarða.  

Samhliða störfum sínum hjá TÝRU Verkefnastýringu vinnur Íris við þátttöku og framleiðslu skapandi verka sem tónsmiður og hljóðhönnuður hjá Iris Thorarins

Screenshot 2025-05-29 at 20.14.55.png

Halldóra Rut Baldursdóttir

Eigandi

Verkefnastýring, ráðgjöf,  framleiðsla

 

Halldóra Rut (MPM, BA) er menntaður  verkefnastjóri og hefur einnig lokið námi í  framleiðslu og sviðslistum í bland við námsgreinar í stjórnmálafræði og lögfræði.  Þessi fjölbreytti bakgrunnur og starfsreynsla m.a . í listum,  markaðsmálum, hjá hinu opinbera, fjölmiðlum og menntageira gerir henni kleift að nálgast verkefni frá ólíkum sjónarhornum, sem stuðlar að nýsköpun og skapandi lausnum.

Halldóra lauk þarfagreiningu á snjalllausn fyrir GynaMedica vorið 2024 þar sem hún m.a. fjallaði samhliða um  kvenheilsu í atvinnulífinu. Um þessar mundir styður hún við stofnun og uppbyggingu tveggja  fyrirtækja í heilbrigðiskerfinu, Iheilsu og Bakheilsu ásamt því að hanna heimasíður í kringum fyrirtæki þeirra.  

​Halldóra flytur fyrirlestur fyrir Konur í Orkumálum 29.október n.k. út frá áhuga sínum á breytingaskeiðinu, nýjustu rannsóknum og atvinnulífinu á Íslandi í samstarfi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur stofnanda GynaMedica. 

Samhliða störfum sínum hjá TÝRU Verkefnastýringu vinnur Halldóra við þátttöku og framleiðslu skapandi verka hjá kromik.is.

DSC05759~2_edited.jpg

Fabien Dambron
 

Samstarfsaðili

Heilsuþjálfi, svefnráðgjafi, markþjálfi, næringarþjálfi

Fabien Dambron (BTScert, Prof.cert) er heilsuráðgjafi, vottaður svefnráðgjafi, markþjálfi og næringarþjálfi með sérþekkingu í plöntumiðaðri næringu og meðvitaðri neyslu. Hann vinnur með heildræna og eflandi nálgun og aukna meðvitund sem miðar að því að bæta lífsgæði, heilsu, svefn og lífsstíl skjólstæðinga sinna.​

Samhliða störfum sínum hjá TÝRU Verkefnastýringu vinnur Fabien sjálfstætt sem heilsuþjálfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki hjá Fractal Shifts og Kara Connect.

Petur-JulietteRowland23.jpg

​Pétur Oddbergur
 

Samstarfsaðili

Verkefnastýring, menningarstjóri, framleiðsla 

​Pétur Oddbergur Heimisson (MCM, BA, MA)   er með MCM-gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og stundar nú meistaranám í markaðsfræði við sama skóla. Hann hefur áralanga reynslu í verkefnastjórnun og kynningu á menningartengdum viðburðum. Hann er jafnframt með MA-gráðu í klassískum söng frá Tónlistarháskólanum í Utrecht, Hollandi. Pétur er með fjölbreytta reynslu og þekkingu sem verkefnastjóri hátíða og menningarviðburða, meðal annars sem framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavíkur og framleiðandi eigin verkefna.

 

Samhliða störfum sínum hjá TÝRU Verkefnastýringu vinnur Pétur einnig sem klassískur söngvari og syngur í nokkrum sönghópum og kórum.

Skapandi hugsun

í öflugu skipulagi

bottom of page