TÝRA verður til
Týra var stofnuð með það að markmiði að styðja fyrirtæki og einstaklinga við að sjá tækifæri í áskorunum og finna lausnir sem virka. Við lögðum upp með að sameina skapandi hugsun og öflugt skipulag í allri okkar ráðgjöf.
Frá upphafi höfum við unnið með fjölbreyttum viðskiptavinum og tekið þátt í verkefnum sem hafa kennt okkur mikið. Kjarninn í okkar starfi er að tengja saman nýjar hugmyndir og markvissa framkvæmd.
Við leggjum áherslu á að hlusta, vinna náið með fólki og finna raunhæfar lausnir sem skila árangri.
Í dag vinnum við hjá Týru með fjölbreyttum aðilum að því að móta skýra sýn, þróa stefnu sem hrífur og innleiða lausnir sem bera ávöxt. Við erum stolt af því að vera samstarfsaðili sem styður viðskiptavini sína á öllum stigum – frá fyrstu hugmynd að árangri.
Starfsfólk

Íris Hrund Þórarinsdóttir
Eigandi
Verkefnastýring, ráðgjöf markaðsstýring, UX
Íris Hrund (BSc, MPM, CSM) er menntaður verkefnastjóri með sérþekkingu í nýsköpun, menningarstjórnun, markaðssetningu og notendaviðmóti (UX). Hún hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum í tækni, menningu, fjölmiðlum og opinberri stjórnsýslu og leggur áherslu á skapandi og lausnamiðaða nálgun. Íris hefur einnig bakgrunn í skapandi greinum og starfar m.a. sem tónsmiður, sem styrkir tengsl hennar við skapandi hugsun og framleiðslu.

Halldóra Rut Baldursdóttir
Eigandi
Verkefnastýring, ráðgjöf, framleiðsla
Halldóra Rut (MPM, BA) er menntaður verkefnastjóri og hefur einnig lokið námi í framleiðslu og sviðslistum í bland við námsgreinar í stjórnmálafræði og lögfræði. Þessi fjölbreytti bakgrunnur og starfsreynsla m.a . í listum, markaðsmálum, hjá hinu opinbera, fjölmiðlum og menntageira gerir henni kleift að nálgast verkefni frá ólíkum sjónarhornum, sem stuðlar að nýsköpun og skapandi lausnum.

Fabien Dambron
Samstarfsaðili
Heilsuþjálfi, svefnráðgjafi, markþjálfi, næringarþjálfi
Fabien Dambron (BTScert, Prof.cert) er heilsuráðgjafi, vottaður svefnráðgjafi, markþjálfi og næringarþjálfi með sérþekkingu í plöntumiðaðri næringu og meðvitaðri neyslu. Hann vinnur með heildræna og eflandi nálgun og aukna meðvitund sem miðar að því að bæta lífsgæði, heilsu, svefn og lífsstíl skjólstæðinga sinna.
Skapandi hugsun
í öflugu skipulagi