top of page
KVINNA 2 svarthvitt_900kb (1).jpg

TÝRA kynnir

KVINNA (Facebook Ad) (1).png
TÝRA býður fjárnámskeið í samvinnu við Símenntun Háskólans á Akureyri/SMHA sem ber heitið KVINNA: Ósköpin öll og krafturinn á breytingaskeiðinu. Verkefnastýring í lífi og starfi

Námskeiðið inniber fræðslu og þekkingarmiðlun um gagnlega nýtingu á verkefnastýringu í lífi og starfi í takt við hormónabreytingar, líkamlegt heilbrigði og læknisfræði kvenlíkamans ásamt verkfærum, lausnum og tileinkun á nýjustu rannsóknum. Námskeiðið er í umsjá TÝRU verkefnastýringar. Gestakennarar eru Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og sérfræðingur á sviði breytingaskeiðs kvenna og eigandi GynaMEDICA lækninga- og heilsumiðstöðvar fyrir konur og Aðalheiður Jensen yfirþjálfari og eigandi Tilverunnar heilsuseturs.


​TÝRA leggur sérstaka áherslu á eflingu kvenna í lífi og starfi og vinnur að ýmsum verkefnum því til stuðnings. Þar má nefna rannsókn um áhrif breytingaskeiðs í atvinnulífinu sem var unnin af Halldóru Rut Baldursdóttur, verkefnastjóra, í samvinnu við TÝRU og GynaMEDICA. Einnig vinnur TÝRA að hönnun og útgáfu á snjallforriti sem þjónustar konur í atvinnulífinu með áherslu á breytingaskeiðið sem hlaut m.a. sprotastuðning úr sjóði Atvinnumála Kvenna. Með aukinni vitundarvakningu um málefnið eflist kraftur kvenna og mikilvæg þekking á kvenlegri heilsu.
Anchor 1
Anchor 2

Krafturinn sem breytingaskeiðið ber í skauti sér

 

Áttu reynslusögu af upplifun þinni í tengslum við tíðahringinn, forbreytingaskeiðið, breytingaskeiðið og/eða tíðahvörf? TÝRA verkefnastýring safnar saman skemmtisögum, kraftasögum og reynslusögum kvenna af m.a. heilbrigðiskerfinu, viðmóti í samfélaginu, viðmóti hjá eldri og reyndari konum (mæðrum, frænkum, ömmum og öðrum), hugsanlegri skömm sem konur og samfélagið upplifir, fordómum, persónulegum upplifunum í atvinnulífinu, fyrirtækjamenningu o.fl.

 

Við viljum heyra þína sögu!

 

 

Gætt verður nafnleyndar nema annað sé tekið sérstaklega fram.

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

*Áætla má að nafnlausar sögur verði birtar í útgefinni bók, verkefnum við háskóla, fjölmiðlum, á vefsvæði TÝRU og GynaMEDICA sem og í fyrirlestrum, ráðstefnum og fleiri miðlum með þeim tilgangi að valdefla konur og virkja heilbrigðiskerfið.

Picsart_24-09-06_11-33-23-154.jpg
bottom of page