top of page
ÞJÓNUSTA
SÉRSNIÐIN AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Hjá okkur finnur þú heildstæða verkefnastýringu sem nær til allra þátta skipulagsheildarinnar, allt frá vellíðan einstaklinga og teyma til stórreksturs fyrirtækja.​

TÝRA tekur að sér verkefnastjórnun, framleiðslu, viðburðarstýringu, starfsmannadaga, veitir ráðgjöf og stuðning til fyrirtækja, skipulagsstofnanna og teyma og býður fræðslu, fyrirlestra, námskeið og vinnustofur til þess gerðar að efla árangursrík vinnuferli og kveikja í skapandi stjórnarháttum.

Týra tekur að sér verkefnastjórnun til þess gerða að efla árangursrík vinnuferli, skila afrakstri og hámarka gæði. Vinnustaðir framtíðarinnar reiða sig á aflfræði verkefnastjórnunar
Týra býður námskeið og vinnustofur fyrir einstaklinga, teymi og stofanir. Meðal námskeiða eru verkefnastýring í lífi og starfi, verkefnastýring og nýsköpun, verkefnastýring fyrir ungmenni, verkefnastýring fyrir bændur, fyrir þriðju vaktina og fyrir konur. 
Týra fangar nýsköpun og frumkvölastarf með eflandi umgjörð til þess gerða að hámarka árangur, framfarir og verðmætasköpun. Farsæld hugvitsdrifinna verkefna byggir að miklu leyti á snjöllum lausnum og markvissri áætlun.
Týra leiðir sjálfbæra og ábyrga stjórnarhætti sem styðja hringrásarhagkerfi og stuðla að framþróun.

KRÓMÍK

framleiðsla og viðburðir

KRÓMÍK, systurfyrirtæki Týru heldur utan um viðburðastýringu bæði innan skipulagsheildar  og í formi verkefnatengdrar þjónustu, bæði fyrir reglubundna eða staka viðburði.

kromik.is
KRÓMÍK, systurfyrirtæki Týru stýrir framleiðslu og útgáfu verkefna af ýmsum toga s.s. fyrir hljóð og mynd við útgáfu hljóðverka, útgáfu útvarps- og sjónvarpsefnis, við kortlagningu nýsköpunarverkefna, í vöruþróun, við gerð markaðssefnis og fleira.

kromik.is
TÝRA tekur að sér markaðs- og kynningarstjórnun ásamt þjónustu við gerð viðskipta- og verkáætlana.
KRÓMÍK, systurfyrirtæki Týru tekur að sér ólík verk tengd framleiðslu fyrir markaðssetningu svo sem gerð kynningarefnis, vefsíðuhönnun, uppsetningu  og umsjá með samfélagsmiðlum, dreifingu efnis, textagerð, myndefni og hljóðvinnslu.

kromik.is
Týra vinnur með skrifstofum sveitarfélaga við innleiðingarferli, breytingastýringu og streitustjórnun. Veitir verkfæri til þess fallin að efla yfirsýn, fækka aðgerðum, tímastýra og styrkja verkferli. 

Sveitarfélög eru jafn ólík og þau eru mörg. Týra sinnir þarfagreiningu og leggur áherslu á tækifæri og einfaldar lausnir fyrir aðgengilegra ferla og starfsánægju. 

Týra býður upp á stök námskeið, vinnustofur og eftirfylgni sem er sérsniðin að sveitarfélaginu.
Týra býður upp á líflega starfsmannadaga sem auðga menningu og lyfta upp gildum skipulagsheildarinnar ásamt því að efla lausnamiðaða hugsun með skapandi hætti sem í kjölfarið er ætlað að lita atvinnustarfsemina.
NEISTABRÚ: VERKEFNASTÝRING FYRIR UNGT FÓLK

Verkefnasmiðjur og hugmyndakveikjur; brú stútfull af spennandi neistum fyrir ungt fólk, sem gefa verkfæri og tækifæri inn í framtíðina.
 
NEISTABRÚ samanstendur af skapandi smiðjum fyrir ungt fólk sem vilja vellíðan og vöxt inn í breytta tíma framtíðarinnar. Smiðjurnar taka fyrir verkefnastýringu í daglegu lífi með áherslu á sjálfseflingu í lausnamiðaðri hugsun. Smiðjurnar innibera bæði fræðslu og sérstakar einstaklings- og hóp æfingar.​ Farið verður m.a. yfir skjátíma, tengslamyndum, kraftinn í mistökum, mörk, lausnamiðaða hugsun, uppbyggilega gagnrýni og hvernig allir einstaklingar skipta jafn miklu máli.
​Týra leggur sérstaka áherslu á þátttöku í eflingu kvenna í lífi og starfi. Týra framkvæmdi meðal annars þarfagreiningu og rannsókn um upplifun kvenna í atvinnulífinu á áhrifum breytingaskeiðs með stuðningi GynaMEDICA, að hönnun og útgáfu á snjallforriti um heilsu og hormónakerfi kvenna og kennir námskeiðið KVINNA í samstarfi við SMHA. Með aukinni vitundarvakningu um málefnið eflist kraftur kvenna og þekking á eigin líkama. 
Hvort sem þú ert einstaklingur, hluti af fjölskyldu með einum eða fleirum, dýrum, eða ert amma eða afi, býður verkefnastýring á þriðju vaktinni tækifæri til fleiri gæðastunda, auka tíma fyrir áhugamál, fjárhagslegan sparnað, andlega og líkamlega vellíðan, eflingu á heilsusamlegu líferni, áherslu á gæði fjölskylduheilsunnar, umhverfisvænt líferni o.fl. ​​​​​
Persónuleg stefnumótun og tímastjórnun eflir lífsgæði einstaklinga. Verkefnastýring í lífi og starfi eykur meðvitund og yfirsýn sem er einn af lyklum öflugrar streitustjórnunar. Verkefnastýring fjölgar klukkustundum í sólarhringnum. 
bottom of page